Skilmálar
Elda Baka og kaupandi gera með sér svohljóðandi samning.
Tilgangur samkomulagsins er að Elda Baka selji kaupanda áskrift að uppskriftum í hljóð og myndbandsformi.
Samningur þessi tekur gildi við stofnun notanda og gildir að lágmarki í eitt ár.
Samningur þessi endurnýjast árlega, miðað við kaupdag hvers viðskiptavinar, þar til honum er sagt upp. Samningur þessi er uppsegjanlegur með 1 mánaða fyrirvara.
Kaupandi skal greiða ársgjald fram að þeim tíma þegar samningur fellur úr gildi.
Vilji kaupandi segja upp samningnum ber honum að gera það með því að hafa samband með tölvupósti á netfangið eldabaka@eldabaka.is
Afhending
Áskrifandi fær sinn eigin aðgang til að horfa á þættina.
Vöruskil og endurgreiðslur
Ekki er hægt að fá endurgreitt.
Kaupandi hefur ekki rétt til að falla frá samningi þar sem um er að ræða kaup á stafrænu efni.
Trúnaður
Elda Baka ehf. heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Sendingar úr kerfi verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.
Galli
Komi upp galli á þjónustunni skal kaupandi tilkynna seljanda um gallann á netfangið eldabaka@eldabaka.is eins fljótt og verða má.
Varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur "Elda Baka" á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.
Greiðsla og uppsögn samnings
Áskriftin heldur áfram þar til uppsögn berst til seljanda, óháð áhorfi.
Áskriftargjaldið er innheimt einu sinni á ári út frá samnings degi með sjálfvirkri skuldfærslu af kreditkorti eða debetkorti. Gjaldið er innheimt, óháð áhorfi, þar til uppsögn hefur borist með tölvupósti á netfangið eldabaka@eldabaka.is.
Takist skuldfærslan ekki fyrir ársgjaldinu, berst tölvupóstur til viðskiptavinar til áminningar. Áskriftin er engu að síður virk þar til sagt er upp. Ef ársgjaldið er ógreitt lokast aðgangurinn ásamt því að send er önnur tilkynningu til viðskiptarvinar. Skuldfærsla fyrir fullu ársgjaldi er reynd aftur reglulega en ekki er opnað á aðgang aftur fyrr en skuldfærsla tekst.
Áskriftargjald samninga getur hækkað. Hækki Elda Baka ehf. gjaldið verður það tilkynnt áskrifanda fyrir fram og getur áskrifandi sagt upp áskriftinni fyrirvaralaust.
Ábyrgð
Áskrifanda er óheimilt að nýta efni af áskriftarsvæðinu nema til einkanota. Öll afritun, fjölritun og endurbirting er óheimil. Brot gegn þessu ákvæði getur leitt til riftunar samnings.